Drykkjuvísa
Ég dreypti um stund á veigum þínum
vakti mér yl og gleði
vínandi þinn flæddi um mig
ég varð ofurölvi
uns allt sortnaði
Nú reika ég á gráum strætunum
þunnur timburmaður
ég grýtti flöskunni í vegginn
og nú liggja tár mín á dreif, glitrandi glerbrot
uns við verðum sópuð upp
eins og hvert annað rusl
og send út í veður og vind
vakti mér yl og gleði
vínandi þinn flæddi um mig
ég varð ofurölvi
uns allt sortnaði
Nú reika ég á gráum strætunum
þunnur timburmaður
ég grýtti flöskunni í vegginn
og nú liggja tár mín á dreif, glitrandi glerbrot
uns við verðum sópuð upp
eins og hvert annað rusl
og send út í veður og vind