Undir Urðarmána
Tvær sálir
sem fundu hvor aðra
lágu saman í nóttinni
og horfðu á bragandi dans norðurljósanna
funinn í æðum okkar
logandi dreyrinn í hjörtum okkar
sem slógu ótt og títt
sáum stjörnuskinið í augum
vöknuðum í faðmlögum
og ávallt lýsti í brjóstum okkar
við greindum ekki varginn
sem teygði ginið mót urðarmána í formyrkvan
í ofsafengnu æði og hrævareld í augum
uns einungis dökk askan var eftir
og svartir sandar
auðn og einmanaleiki; einungis botnlaust tóm
þar sem flöktir glóð í sortanum
ljúfsár minning og hverful von
 
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting