

Tvær sálir
sem fundu hvor aðra
lágu saman í nóttinni
og horfðu á bragandi dans norðurljósanna
funinn í æðum okkar
logandi dreyrinn í hjörtum okkar
sem slógu ótt og títt
sáum stjörnuskinið í augum
vöknuðum í faðmlögum
og ávallt lýsti í brjóstum okkar
við greindum ekki varginn
sem teygði ginið mót urðarmána í formyrkvan
í ofsafengnu æði og hrævareld í augum
uns einungis dökk askan var eftir
og svartir sandar
auðn og einmanaleiki; einungis botnlaust tóm
þar sem flöktir glóð í sortanum
ljúfsár minning og hverful von
sem fundu hvor aðra
lágu saman í nóttinni
og horfðu á bragandi dans norðurljósanna
funinn í æðum okkar
logandi dreyrinn í hjörtum okkar
sem slógu ótt og títt
sáum stjörnuskinið í augum
vöknuðum í faðmlögum
og ávallt lýsti í brjóstum okkar
við greindum ekki varginn
sem teygði ginið mót urðarmána í formyrkvan
í ofsafengnu æði og hrævareld í augum
uns einungis dökk askan var eftir
og svartir sandar
auðn og einmanaleiki; einungis botnlaust tóm
þar sem flöktir glóð í sortanum
ljúfsár minning og hverful von