Hvar er ég?
Hver er & hver ekki,
hver viljum við vera?
Hvernig finnum við okkur
þú þig, ég mig,
og við hvort annað?
Erum við týnd
í hraða lífsins og
væntingum annarra?
Sjálfið er horfið
í spegilmynd almúgans.
Hvar er ég?