Þurrkuð blöð ástarinnar
Sumir vilja líkja ástinni við eld. Af litlum neista verður mikið bál. En eldinn verður að glæða og eins verður að gæta að kertið brenni ekki upp. Dreirrauðir logarnir stíga lostafullan dans og geta lýst upp myrkrið, engu síður en stirndur næturhimininn, yljað manni og sviðið uns hjartað greipist í kol, og ekkert er eftir nema askan, öskugrár maður með öskugráa sál.

Ást okkar fölnaði ekki. Hún var áþekkust rós sem er pressuð inn í bók.
Þar er hún varðveitt, minningin,
lifir einungis sem svipur þrár okkar og tára, reikul vofa bross sem er stirnað og okkar dýpstu tilfinninga, varðveitt í þurrum og stífnuðum blöðum.  
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting