Þurrkuð blöð ástarinnar
Sumir vilja líkja ástinni við eld. Af litlum neista verður mikið bál. En eldinn verður að glæða og eins verður að gæta að kertið brenni ekki upp. Dreirrauðir logarnir stíga lostafullan dans og geta lýst upp myrkrið, engu síður en stirndur næturhimininn, yljað manni og sviðið uns hjartað greipist í kol, og ekkert er eftir nema askan, öskugrár maður með öskugráa sál.
Ást okkar fölnaði ekki. Hún var áþekkust rós sem er pressuð inn í bók.
Þar er hún varðveitt, minningin,
lifir einungis sem svipur þrár okkar og tára, reikul vofa bross sem er stirnað og okkar dýpstu tilfinninga, varðveitt í þurrum og stífnuðum blöðum.
Ást okkar fölnaði ekki. Hún var áþekkust rós sem er pressuð inn í bók.
Þar er hún varðveitt, minningin,
lifir einungis sem svipur þrár okkar og tára, reikul vofa bross sem er stirnað og okkar dýpstu tilfinninga, varðveitt í þurrum og stífnuðum blöðum.