Árið sem kemur
Ég hlamma mér niður á stólinn
lít upp í himininn
með söknuði til stjarnanna
sem ég er vön að sjá
sé að það er ekki ein einasta
stjarna á himninum
hvert fóru þær
Er þetta kannski byrjunin
á nýju svartsýnu ári
fyrir íslendinga
og á meðan bæjarbúar
sitja yfir borðum og syngja
sitja aðrir og syrgja hina horfnu
stjörnurnar sem kannski sjást aldrei aftur.
það koma nefnilega alltaf nýjar
og nýjar stjörnur
upp á yfirborðið
hvort sem okkur líkar betur eða verr
þetta nýja ár er tímamótaár
hjá ýmsum
stór skref verða stigin
stór orð verða til
en sumir sitja bara
og horfa á litlu snjókornin
falla hægt og sígandi
til jarðar eins og
fiðri sem hefur verið
hent upp í loftið
með látum
en kemur síðan niður
í hægð og vonar
að látunum fari að linna.  
Heiða Sigrún
1978 - ...
nýársnótt eitthvert árið útidyratröppur hjá pabba í algjörri kyrrð langt út í auðninni, yndislegt.


Ljóð eftir Heiðu Sigrúnu

Líf mitt er..
líkt og sólin..
Árið sem kemur
ný byrjun
já ég skil ekki
úti í skafli
Stjörnuhrapið
Hvað ef??
Svartur stóll í snjó
hugrenning
Blákaldur sannleikur lífsins
Ekkert eftir
Sársauki svikanna
Draumur
yfirgefin í örmum þínum
Draumur um okkur