Stjörnuhrapið
Snjókornin eru lítil
ekki eins og áðan
þá voru þau svaka stór
ég skil ekkert í þessu
Það er ekkert gaman
að hafa lítil snjókorn
mér finnast nefnilega
stór snjókorn svo falleg
kannski ég ætti að fara
inn með stólinn
honum er kannski orðið kallt
Ég lít upp í himininn
og bíð eftir stjörnuhrapi
en ég má víst sitja mjög lengi
því það eru engar
stjörnur á himninum
hvernig getur maður óskað sér
ef það er ekkert stjörnuhrap.  
Heiða Sigrún
1978 - ...


Ljóð eftir Heiðu Sigrúnu

Líf mitt er..
líkt og sólin..
Árið sem kemur
ný byrjun
já ég skil ekki
úti í skafli
Stjörnuhrapið
Hvað ef??
Svartur stóll í snjó
hugrenning
Blákaldur sannleikur lífsins
Ekkert eftir
Sársauki svikanna
Draumur
yfirgefin í örmum þínum
Draumur um okkur