hugrenning
Blekið hverfur þar sem það blandast snjónum
en ég held áfram að skrifa
ein og yfirgefin á stól
úti í skafli á gamlársnótt
í nýju hippamussunni minni
sem ég fékk frá settinu
og útvíðu lánsbuxunum
sem vinkona mín á
sit ein og yfirgefin
á stól úti í skafli
og skrifa um
fyrstu klukkustundir nýja ársins
og kveð um leið
með söknuði þó og horfi
á eftir því gamla
bráðna með snjókornunum
á stéttinni sem ekki náðu að lifa nógu lengi
til að frjósa og hjálpa
við að mynda
skafl við útidyrnar  
Heiða Sigrún
1978 - ...


Ljóð eftir Heiðu Sigrúnu

Líf mitt er..
líkt og sólin..
Árið sem kemur
ný byrjun
já ég skil ekki
úti í skafli
Stjörnuhrapið
Hvað ef??
Svartur stóll í snjó
hugrenning
Blákaldur sannleikur lífsins
Ekkert eftir
Sársauki svikanna
Draumur
yfirgefin í örmum þínum
Draumur um okkur