úti í skafli
Sit hérna á stól úti í skafli
og finn hvernig snjókornin klessast við hár mitt
ég finn kuldabola bíta í mig
er ég reyni að skrifa
blaðsíðan er orðin full af snjó
ég það sé ekki nokkur eins ógáfaður og ég
að sitja svona úti
og fenna í kaf
ég sé hvernig grænu jólaljósin
verða meir og meir ójólalegri
þegar maður er farin að venjast þeim
Ég sit ennþá hérna úti
í skaflinum á stól
með varasalvann í annari og
blekpennan í hinni  
Heiða Sigrún
1978 - ...


Ljóð eftir Heiðu Sigrúnu

Líf mitt er..
líkt og sólin..
Árið sem kemur
ný byrjun
já ég skil ekki
úti í skafli
Stjörnuhrapið
Hvað ef??
Svartur stóll í snjó
hugrenning
Blákaldur sannleikur lífsins
Ekkert eftir
Sársauki svikanna
Draumur
yfirgefin í örmum þínum
Draumur um okkur