Svartur stóll í snjó
Svartur saklaus stóll situr fastur og starir
út í auðnina í snæviþökktum skaflinum
ljóðskáldið er staðið upp
ætlar það að skilja stólinn eftir
þarna úti í skaflinum
honum verður bara kallt
hver veit, kannski kemur skáldið aftur
kannski ekki
á meðan situr stólinn
fastur í snæviþökktum skafliinum
og horfir á
grænu jólaljósin og bíður
bíður eftir skrýtna
skáldinu sem situr og skrifar ljóð
á áramótanóttinni köldu
komi
komi og taki hann inn
þá situr svarti saklausi stólinn
ekki lengur fastur
í snæviþökktum
snjóskaflinum  
Heiða Sigrún
1978 - ...


Ljóð eftir Heiðu Sigrúnu

Líf mitt er..
líkt og sólin..
Árið sem kemur
ný byrjun
já ég skil ekki
úti í skafli
Stjörnuhrapið
Hvað ef??
Svartur stóll í snjó
hugrenning
Blákaldur sannleikur lífsins
Ekkert eftir
Sársauki svikanna
Draumur
yfirgefin í örmum þínum
Draumur um okkur