Sannleikur
Maður hefur alltaf ákveðnar skoðanir á öðrum
Fylgist forvitinn með í annara manna görðum.
Á ég ekki að huga að mínum eigin garð til þess að vera óhullt?
Maður getur alltaf bætt allskonar hlutum við sig, alveg fullt.
Að víkka sjóndeildarhringinn,
Er eitthvað svo auðveldlega fenginn.
Maður gefur sér svo sjaldan tíma í að hugsa og spá,
Hvað er í lagi og hvað ekki má?
Breytist líf mitt ef til vill í dag eða á morgun?
Ef ég geri góðverk, fæ ég í staðin einhverskonar borgun?
Fyndið hvernig maður hugsar, vill alltaf fá umbun að einhverju tagi
Að fá allt í hendurnar er bara ekki í lagi.
Ég á að vinna fyrir hlutunum til þess að meta þá vel
Ég gæti það kannski ef ég mig ekki alltaf fel.
Ef þú reynir að brosa í gegnum allt það súra og sæta
Sjálfan sig maður mun fljótlega bæta.
Þegar maður býst við því sem síst, kannski örlögum sínum mun maður mæta.
Maður veit svo margt, en samt svo fátt
Stundum leikur lífið þig grátt.
Ef allt er vonlaust og dimmt
Hjartað og sálin er við það að gefast upp
Ekki segja að þú hafir látið niður alla von.
Áður en þú veist af, varminn mun þig hlýja
Þú upplifir hluti, góða og nýja.

Ef fólk botnar mig ekki
Er það mín sök eða þeirra?
Nánusta fólkið sem ég þekki
Tárin mín oftast burtu þerra
Afhverju þurftiru að vera blind.
Þú sást ekki hvað þú í raun og veru áttir það gott.
Var það mikil synd,
Eða var það áætlað fyrir þig að fara á brott?
Hlutirnir geta verið beint fyrir framan þig en allir eru blindir
Uppteknir af sínum vandamálum
Einmanna í leit að nýjum sálum.

Ef þú ert á enda staddur
og á lífinu orðinn fullsaddur.
Uppúr þér pirringur fer bráðlega að sjóða.
þótt hlutirnir eru stundum slæmir ertu samt í gróða.
Ég vil frekar segjast hafa upplifað margt
Verður að hafa það að það sé ekki bara bjart heldur einnig svart.
Því ein lítil bæn
Getur orðið svo væn.
Að upplifa eitthvað á slæman hátt
Er á endanum ekki það sárt.
Jákvætt hugarfar þú verður sjálfum þér að setja.
því þú veist aldrei hvenær hlutirnir breytast,
til hins verra eða jafnvel til hins betra.  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki