Ástæða
Hann sat einn í fjarska með sjálfum sér
Enginn sást í kringum hann
En eitthvað var það sem á vörum hans brann

Penninn rennur lauslega við varir hans á meðan hann horfir upp til stjarnanna.
Hann er í hugsi.

Dropar leggjast rólega að líkama hans, það er farið að rigna
Í líf hans við munum fljótlega skyggna.
Eitthvað hrjáir þennan strák,
óvitað er hvað það er sem er að
Eitthvað sést í höndum hans,
virðist vera hvítt blað.
Hvað ætli hann sé að skrifa…
Ég heyri klukkuna tifa..

Má ég vera fluga á vegg og fylgjast með?

Tvær litlar stelpur hlægja hátt
Maður sér að þær skemmta sér dátt.

Skothvellur heyrist..
Skelfingin uppmáluð.
Lögreglan kemur á staðinn
Óhreyfður búkur á jörð.

Afhverju ætli hann hafi tekið þessa ákvörðun
Tekið í trikkinn
Hvað var það sem lét hann gera það?
Á miðanum standa skýr skilaboð
Þeim verður víst seint svarað..  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki