Sambandsslit
Ég veit þú grætur..
..um langar og dimmar nætur.
En hvert tár sem ég græt fyrir þig
Fer svo djúpt inná mig.

Ég sekk eins og steinn
Niður sjóinn, sem er djúpur og hreinn.
Ekkert sem heldur mér uppá landi
Uppá gangstétt,götu eða sandi.

Þykir leitt fyrir þessu
Ég veit allt er farið í klessu
Þrátt fyrir allt er mynd af þér
Í höfði mér.
Ert þetta þú sem ert að kalla nafn mitt?
Ertu kominn til að segja mér þitt.

Ég veit þú veist það ennþá
Að ég dýrka þig og dá.
Jafn mikið og þessi ástarþrá
Þú labbar um, alltaf sætur og jafn klár
Meðfram hjarta mínu liggur djúpt sár
Ég trúi ekki að þetta hafi gerst
Snerting frá þér og hjartað í mér berst

Ég hugsa og velti með sjálfri mér
Enda ég eilífð mína ekki í fangi þér?  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki