Vonleysi
Sannleikurinn þýtur hjá
Að honum ég leita að innri þrá
Allur þessi tími sem ég hef notið
Hefur hann úr huga mínum þotið?
Ég veit ég hafði rangt fyrir mér að þessu sinni
Vissi ekki að leiðin væri svona löng
Er vonin horfin úr mínu minni
Var þessi ákvörðun rétt eða röng?

Þessar taugar til þín ná engum áttum
Mun ég einhverntíman ná sáttum..
Hef eg einhverju við að bæta
Afleiðingum ég verð að mæta.
Þessi leið virtist vera sú rétta á þeima tíma
Bara vissi ekki að það var einmitt þetta sem ég þurfti við að glíma.
Er allt einskins vert..
Hvað er það meira sem ég get sagt eða gert?  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki