Eymd
Fyrst varstu svo ljúfur og allt lék í lyndi
Þú sagðir að ég væri falleg og algjört yndi
Síðan fórstu að mæta æ sjaldnar heim
Þegar þú loksins komst fann ég alltaf af þér þennan sama keim!
Keimur af áfengi og af öðrum konum
Útgangurinn á þér átti best heima hjá rónum.
Byrjaður að nota dóp og allt sem við því kemur
Ég vissi ekki að þú yrðir maður sem að lemur.
Þú varst kominn í djúpann skit
Menn eins og þig ég fyrirlýt.
Endalaus glóðurauga og sprungin vör
Allir spyrja mig afhverju en fá engin svör.
Ég er hrædd við þig, þú veist það vel.
Hendir mér útá götuna þar sem ég mig sel.
Það er kannski útafþví sem þú hefur allan mátt
Þú veist alltaf betur, meðan ég veit fátt.
Þú notar gróðann sem ég fæ í dóp og vín
Bara ef ég hefði vitað að þú værir svona mikið svín.
Útaf þér ég byrjaði í dópi og allt er farið norður og niður
Ég hugsa bara um næsta skammt, því miður.
Núna get ég ekki hugsað nema það sé sýrt
En þegar þú ert með mér og gefur mér skammtinn minn þá sé ég loks allt skýrt
Ég er búin að misstíga mig og detta
Ég veit ekki um neinn sem getur hjálpað mér í gegnum þetta.
Þegar ég tala við þig,
Finn ég hrollinn koma inní mig
Ég er háð þér
Ég get ekki haldið mér frá þér
Sit föst
Þó ég flý frá þér endalaust
Þú heillar samt sem áður flest allt
Allt verður betra, svo margfalt
Það snýst allt um þig og þín mál
Allt þarf að snerta þína sál.
Þú ert sjálfselskur, þú ert þannig gerður
Er það þannig sem þetta alltaf verður?  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki