Örlög
Sit á bekk í djúpri pælingu um mína veröld
Hún er voða misjöfn, bæði heit og köld
Ég lýt upp og stari útá hafið
Geislandi glampinn hefur mig ekki tafið
Ég sé að sólin er að fara að setjast niður
Finn að í hjarta mínu er kominn góður friður
Tek eftir ástföngnu pari labbar niður veginn
Lýsir af þeim hvað þau eru af ástinni slegin
Haldast í hendur og þétt eru hvort við annað
Svona hamingju gæti enginn látið banna
Ég hugsa með mér tímabundið
Ætli hamingjuna þau hafa fundið?
Ég hætti pælingum í einhvern tíma
Orðið kalt, ég fer heim til að láta mér hlýna
Bý mér til kaffi meðan á sjónvarpinu kveiki
Sé að í fréttum er eitthvað mikið þar á kreiki
Allt í fullum gangi og ringlureið útum allt
Ég hugsa með mér: vá, hvað getur hafa gerst sem var svona svart?
Konu hefur verið nauðguð og drepin köldu morði
Mér verður kverft við og sest ringluð við borðið
Þetta var konan sem ég sá með manninum í kvöldsólinni
Hamingjusöm með ástinni sinni.
Lífið hefur verið tekið burtu frá henni
Svoleiðis verknað gera aðeins ómenni
Lögreglan lýsir eftir nauðgaranum og er fast á varðbergi
En hann slapp undan og fannst því miður hvergi.
Hlutirnir í lífi manns geta breyst svo ótrúlega snögglega
Líf getur verið kvatt burt svo fáránlega
Þetta kvöld örlögin slitu þau frá hvort öðru
Slitin frá hvort öðru útaf ógeði og nauðgunarnöðru
Ég fékk þó sálarró því að þau lifðu í sátt og samlyndi áður en þetta gerðist
Maðurinn hennar hefur það þó meðferðis
Stundum gerist það í lífinu að fólk lifir ekki í sátt
Um það vil ég segja fátt
Það væri þó betra fyrir alla ef að reiðinni og pirringnum linni
Því að ef einhver deyr snöggt frá manni og maður er ekki sáttur….
Enginn myndi vilja hafa það á samviskunni!  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki