Ósk sjómannsins
Heyrðu mig vindur, hlustaðu á
ráfar nú kauði reiður
hlustaðu haf og hlustaðu vel
þetta verður minn síðasti seiður.
Ég vonlítill sigldi um höfin sjö
og bjó við vindinn kaldann
kom aflanum ávallt heilum í land
og elskaði lífið sjaldan.
Ég hlustaði alltaf á vindinn
sem sagði sögur að handan
þar heyrði um mannanna örlög
og spáð var í veður og landann.
Hlustaðu á mig Njörður
þrætir nú þreyttur ver
orð mín ég hvísla í vindinn
bæn mín með öldunum fer.
Heyrðu mig vindur, hlustaðu á
sárlega biður nú gumi
að eftir dauða minn andinn sveimi,
vaki yfir hafi og sjómannsins draumi.
Heyrðu mig Njörður, hlustaðu vel
ég bið þig að nota kraft þinn
með mávum vil fljúga, yfir öldunum svífa,
leiðbeina sjóförum á land inn.
ráfar nú kauði reiður
hlustaðu haf og hlustaðu vel
þetta verður minn síðasti seiður.
Ég vonlítill sigldi um höfin sjö
og bjó við vindinn kaldann
kom aflanum ávallt heilum í land
og elskaði lífið sjaldan.
Ég hlustaði alltaf á vindinn
sem sagði sögur að handan
þar heyrði um mannanna örlög
og spáð var í veður og landann.
Hlustaðu á mig Njörður
þrætir nú þreyttur ver
orð mín ég hvísla í vindinn
bæn mín með öldunum fer.
Heyrðu mig vindur, hlustaðu á
sárlega biður nú gumi
að eftir dauða minn andinn sveimi,
vaki yfir hafi og sjómannsins draumi.
Heyrðu mig Njörður, hlustaðu vel
ég bið þig að nota kraft þinn
með mávum vil fljúga, yfir öldunum svífa,
leiðbeina sjóförum á land inn.