Áfall og Guð
Þræðir ótta vefjast um hjarta mitt
Ég er að kafna, á erfitt með að anda
Eins og þungur steinn sé á bringu mér
Líkami minn sem lamaður, dofinn
Líkaminn skelfur eins og lauf í vindi
Mörg tár renna niður kinnar mínar
Get ekki hætt að gráta, þó ég vilji það
Örvænting grípur í sál mína, fast
Held að ég sé að missa vitið
Hvar ertu Jesús minn ?
Einu sinni enn er líf mitt sem hrunið
Mér finnst ég standa í rjúkandi rústum
Lífið sem ég lagði svo mikla vinnu í
Með manninum sem ég elska svo heitt
En nú er hann farinn, vill mig ekki lengur
Eftir sit ég og er svo hrædd við lífið
Óttinn kemur, vefur sig utan um mig,fast
Af hverju þarf þetta að vera svona ?
Ég þarfnast þín svo Jesús ?
Ég hef treyst svo mikið á þennan mann
Kanski meira en þig, faðir minn
En nú er hann farinn, horfinn mér frá
Og litli sonur minn, gjöfin mín
Það eina sem ég á eftir og Guð
Ég lít inn í hjarta mitt – það er tómt
Allt sem maðurinn gaf mér er horfið
Tómleikinn nýstir mig inn að beini
Kaldur og svartur – eins og krumla
Mig langar að deyja, er svo þreytt, tóm
Viltu gefa mér vonina aftur Jesús minn ?
Ég þrái svo að eiga friðsælt líf
Geta treyst fólkinu í kringum mig
Þora að elska, vera elskuð
Vera örugg í lífi mínu
Viltu gefa mér þetta, Jesús ?
Ég leggst í faðm þér frelsari minn
Ást þín leggst yfir mig sem sæng
Öryggið fyllir hjarta mitt og sál
Þú stríkur um hár mér undurblítt
Ég finn að þú elskar mig –skylirðislaust
Án kröfu um að ég breytist
Þú skilur sársauka minn og sorg
Finnur til, grætur með mér
Hjá þér er ég örugg og óhullt
Með það veganesti geng ég út
Í lífið sem bíður mín þarna úti
Ég er ekki ein – Jesús er með mér
Með honum get ég allt-alveg satt.
Elfa 6.7.2003
Ég er að kafna, á erfitt með að anda
Eins og þungur steinn sé á bringu mér
Líkami minn sem lamaður, dofinn
Líkaminn skelfur eins og lauf í vindi
Mörg tár renna niður kinnar mínar
Get ekki hætt að gráta, þó ég vilji það
Örvænting grípur í sál mína, fast
Held að ég sé að missa vitið
Hvar ertu Jesús minn ?
Einu sinni enn er líf mitt sem hrunið
Mér finnst ég standa í rjúkandi rústum
Lífið sem ég lagði svo mikla vinnu í
Með manninum sem ég elska svo heitt
En nú er hann farinn, vill mig ekki lengur
Eftir sit ég og er svo hrædd við lífið
Óttinn kemur, vefur sig utan um mig,fast
Af hverju þarf þetta að vera svona ?
Ég þarfnast þín svo Jesús ?
Ég hef treyst svo mikið á þennan mann
Kanski meira en þig, faðir minn
En nú er hann farinn, horfinn mér frá
Og litli sonur minn, gjöfin mín
Það eina sem ég á eftir og Guð
Ég lít inn í hjarta mitt – það er tómt
Allt sem maðurinn gaf mér er horfið
Tómleikinn nýstir mig inn að beini
Kaldur og svartur – eins og krumla
Mig langar að deyja, er svo þreytt, tóm
Viltu gefa mér vonina aftur Jesús minn ?
Ég þrái svo að eiga friðsælt líf
Geta treyst fólkinu í kringum mig
Þora að elska, vera elskuð
Vera örugg í lífi mínu
Viltu gefa mér þetta, Jesús ?
Ég leggst í faðm þér frelsari minn
Ást þín leggst yfir mig sem sæng
Öryggið fyllir hjarta mitt og sál
Þú stríkur um hár mér undurblítt
Ég finn að þú elskar mig –skylirðislaust
Án kröfu um að ég breytist
Þú skilur sársauka minn og sorg
Finnur til, grætur með mér
Hjá þér er ég örugg og óhullt
Með það veganesti geng ég út
Í lífið sem bíður mín þarna úti
Ég er ekki ein – Jesús er með mér
Með honum get ég allt-alveg satt.
Elfa 6.7.2003
Bænin er kröftugt vopna og í dag árum seinna er ég búin að fá það sem ég bað um í þessu ljóði og miklu meira en það !!