Frú Höfnun
Þeir segja að hún sé sterk kona
Það gusti af henni öryggi og gleði
Styrkur sé í skrefum hennar
Líf í andlitinu og umhverfi
Það er sjálfsagt rétt
En skrímsli – frú höfnun býr inn í henni
Þeir sjá bara yfirborðið
Ekki sárið sem er fyrir innan
Sem höfnun hefur valdið henni
Sjá ekki afleiðingar þess
Hve viðbrögðin eru lituð
Af þessu skrímsli – nefnt frú höfnun
Þeir sjá ekki litlu hræddu stelpuna
Sem stekkur í vörn
Þegar einhver bregst vitlaust við
Þegar hún heldur að höfnun sé í nánd
Hún verður orðhvöss og köld
Brynjar sig fyrir sársaukanum
Skemmir samskipti - kæfir kærleika
Með skrímslinu – frú höfnun
Þeir vita ekki af hverju hún er svona
Hún var bara lítið barn
Sem var ófært um að verja sig
Þegar faðir hennar hafnaði henni
Hún fór að leggja hart að sér
Til að fá ást og tíma hjá honum
Skrímslið – frú höfnun var gróðursett
Þeir skilja ekki viðbrögð hennar
Þegar þeir breyta plönum sínum
Geta ekki hitt hana, hafa lítin tíma
Hún fær höfnun – skrímlið vaknar
Hún fer að leggja hart að sér
Til að fá athygli, tíma og ást
Heldur að það sé eina leiðin
Til að vera ekki hafnað
Skrímslið – frú höfnun - stjórnar henni
Þeir vita ekki hví hún grætur svo oft
Yfir hlutum sem virðast svo smáir
Skrímslið er að verki – sárið opið
Það þarf lítið til að það blæði á ný
Skrímslið – frú höfnun - hefur völdin
Þeir vita ekki að í dag breyttist hún
Hún sá skrímslið vakna á ný
Hvernig það byrjaði að skemma
Tæta í sig samskipti ástvina hennar
Hún stoppaði það – lokaði leiðinni
Fór á hnén – gaf Guði Skrímslið
Guð drap skrímslið hennar í dag
Frú höfnun lifir ekki lengur í henni
Guð gaf konunni frelsi í dag
Þeir sjá það en skilja samt ekki
Það skiptir ekki máli – HÚN er breytt
Hún veit það og Guð veit það
Það er alveg nóg - meira en nóg.
19.5. 2004 -
Það gusti af henni öryggi og gleði
Styrkur sé í skrefum hennar
Líf í andlitinu og umhverfi
Það er sjálfsagt rétt
En skrímsli – frú höfnun býr inn í henni
Þeir sjá bara yfirborðið
Ekki sárið sem er fyrir innan
Sem höfnun hefur valdið henni
Sjá ekki afleiðingar þess
Hve viðbrögðin eru lituð
Af þessu skrímsli – nefnt frú höfnun
Þeir sjá ekki litlu hræddu stelpuna
Sem stekkur í vörn
Þegar einhver bregst vitlaust við
Þegar hún heldur að höfnun sé í nánd
Hún verður orðhvöss og köld
Brynjar sig fyrir sársaukanum
Skemmir samskipti - kæfir kærleika
Með skrímslinu – frú höfnun
Þeir vita ekki af hverju hún er svona
Hún var bara lítið barn
Sem var ófært um að verja sig
Þegar faðir hennar hafnaði henni
Hún fór að leggja hart að sér
Til að fá ást og tíma hjá honum
Skrímslið – frú höfnun var gróðursett
Þeir skilja ekki viðbrögð hennar
Þegar þeir breyta plönum sínum
Geta ekki hitt hana, hafa lítin tíma
Hún fær höfnun – skrímlið vaknar
Hún fer að leggja hart að sér
Til að fá athygli, tíma og ást
Heldur að það sé eina leiðin
Til að vera ekki hafnað
Skrímslið – frú höfnun - stjórnar henni
Þeir vita ekki hví hún grætur svo oft
Yfir hlutum sem virðast svo smáir
Skrímslið er að verki – sárið opið
Það þarf lítið til að það blæði á ný
Skrímslið – frú höfnun - hefur völdin
Þeir vita ekki að í dag breyttist hún
Hún sá skrímslið vakna á ný
Hvernig það byrjaði að skemma
Tæta í sig samskipti ástvina hennar
Hún stoppaði það – lokaði leiðinni
Fór á hnén – gaf Guði Skrímslið
Guð drap skrímslið hennar í dag
Frú höfnun lifir ekki lengur í henni
Guð gaf konunni frelsi í dag
Þeir sjá það en skilja samt ekki
Það skiptir ekki máli – HÚN er breytt
Hún veit það og Guð veit það
Það er alveg nóg - meira en nóg.
19.5. 2004 -