

Orrahríð herþotanna
breiðir út vænghafið
í oddaflugi, hnitar hringa
og verpir sprengjum í hreiðrin
úr sviðinni hrærunni klekjast afkvæmin
ungarnir höggvast á
en fylgja svo flugi feðranna
út að sjóndeildarhringnum
þar sem örmagna sólin
hnígur blóðstokkin til viðar
í hinsta sinn
breiðir út vænghafið
í oddaflugi, hnitar hringa
og verpir sprengjum í hreiðrin
úr sviðinni hrærunni klekjast afkvæmin
ungarnir höggvast á
en fylgja svo flugi feðranna
út að sjóndeildarhringnum
þar sem örmagna sólin
hnígur blóðstokkin til viðar
í hinsta sinn