Pælingar
Að lifa eða deyja er það stór mál?
Þolir hún þetta, mín littla sál?
Get ég valið, bætt og skoðað?
Eða verður í himnaríki eftir mér boðað?

Dey ég í dag eða dey ég á morgum?
Næ ég að drekkja öllum mínum sorgum?
Segja \"bless\" eða \"sjáumst seinna\"
Verður lífið eitthvað beinna?
Munu beygjurnar nokkurn endi taka?
Hefur guð eitthvað á mig að saka?

Mun ég kveljast eða verður þetta gott?
Er himnaríki lélegt eða er það flott?
þarf ég af þessu áhyggjur að hafa?
Þarf ég í þetta lengra að kafa?
Á ég að spyrja, eða bara giska?
Verður líf mitt uppá marga fiska?


Þarf ég í kringum mig massaða verði?
til að passa að enginn sál mína serði?
eða er nóg að hætta í þessu að pæla?
því líf mitt er nú eintóm sæla!  
Hanna R.
1985 - ...


Ljóð eftir Hönnu

Morgunmatur
Söknuður
Frá stelpu til stráks.
Til stelpu frá strák.
Kominn.
Bless
Tilhlökkun
Pælingar
lygar
Vinátta
Til vinkonu
Vandræði
Minningar
ónefnt
til vinar
Lífið
ónefnt
Sólin mín