Glöggt er gests auga
Taktu áhættu í lífinu
af mistökunum lærist.
Sannleikurinn bestur er,
var mamma vön að segja.

En hvenær er best að tala eða þegja?
Hvenær má satt kyrrt liggja?

Tilfinningin sem í brjósti mínu nærist
get ég ei hamið.
En ég þori ekki hjartað að opna,
og taka af skarið.

Nóttinni okkar get ég ei gleymt.
Um aðra slíka mig hefur dreymt.
Upplifað hef aldrei eins himneska nótt,
hjartað mitt hamast í brjóstinu ótt.

Þú sagðist mig ekki vilja,
ég virðist það ekki skilja.
Því á næturna nær þér ég færist,
og í draumi erum saman.

Glöggt er gests auga,
mig margir hafa spurt,
hvenær færir hann þér bauga
á fingur, eða hvort?

Stöndum við bæði á sama stað
ég endalaust spyr mig sjálfa um það.
Viltu mig? Viltu meira?
Því ég vil þig og miklu meira!

Er hægt að gera gott enn betra?
Er hægt að leggja vinskap að veði?
Því ef göngum við lengra, ei aftur verður snúið.
Og verður þá allt á milli okkar búið?

Ef við endum saman
mun ég því fagna.
En ef þú ert bara draumur,
þá vil ég ekki vakna.

 
Lúlú
1985 - ...
Lúlú 04.01.07


Ljóð eftir Lúlú

Hvernig líður mér?
Í nótt..
Ístúr
Hvernig viltu mig?
..en það er ekki hægt
þrá
Haltu, slepptu
Húsið mitt
Í dag..
Viltu
Hann
Kossar..
Þeir tveir
Compass
Oftar en ekki
Söknuður
Rómantík
Blinduð
Ef, þá
Kvöld eitt í ágúst
Gömul lumma
Tómfinning
Á nýjum stað
Það er bara þú
Timburmenn
Einsmannskona
Að vera hrifin
Lífshlaup
Hrífubragð
Á svörtum reit
Að vera með þér
Á rauðu ljósi
Með mér
Jafnvel þó
Glöggt er gests auga
Eins og ég er
Hún Gréta
Annað kvöld
Halla
Á morgun
Draumboð