Fossinn
I

Ég stóð hjá fossinum í gær
og sá stúlku
Hún dansaði við heiminn
augun sindruðu tær.
Bros hennar var sólin,
hlátur hennar von,
Ég fylgdist með úr fjarska,
bak við hólinn.
Hún bauð mér að koma,
mér sýndi vinarhót.
Ég streittist við í fyrstu.
En svo.
Svo gladdist ég með
og brosti heiminum mót.


II

Ég stóð hjá fossinum í dag
og sá stúlku.
Hún stóð á brúninni
horfði í iðuna.
Með myrkur í augum,
frá fortíðardraugum
hún leit á mig í hinsta sinn
feigðin beið með faðminn sinn.
Og sjá
Hún tókst á loft
og sást ei meir
Ég fann hvað ég var vanmáttug
og hugsa um það oft
enn í dag  
Una Guðlaug Sveinsdóttir
1985 - ...
Samið 10. febrúar 2004


Ljóð eftir Unu Guðlaugu Sveinsdóttur

Fossinn
(Án titils)
Bið
(Án titils)
Nótt
Mannlegt
Stef
Hér er ég
Bless
Síðdegi
Steyparinn
Mosta
Til þeirra sem málið varðar