Nótt
Hring eftir hring eftir hring
Fara hugsanir
Fer ég

Velti vöngum
eftir hring
Svíf á braut
eftir hring

Tómatómatómarúmið
Tóma rúmið?
Margt að gefa
Margt að vona
Það er svona
eftir hring

Hæðist að mér
næturhúmið
Vökul augu
Vökult hjarta
Aldrei bíður
Vonin bjarta

Sný til baka
eftir hring
Opna augun
eftir hring
Fer að birta
eftir hring
Hjartað bjarta?
Nóttin svarta?

Hring eftir hring eftir hring  
Una Guðlaug Sveinsdóttir
1985 - ...
Samið 5. maí 2005


Ljóð eftir Unu Guðlaugu Sveinsdóttur

Fossinn
(Án titils)
Bið
(Án titils)
Nótt
Mannlegt
Stef
Hér er ég
Bless
Síðdegi
Steyparinn
Mosta
Til þeirra sem málið varðar