Mosta
Heyrðu, litla frænka ljúfa
Líttu á!
Hvað leynist hér?
Líttu á og gáðu vel
Lítil gjöf til þín frá mér

Sjá þetta bros
Er stóreyg lítur góssið á
Þvílík hamingja
Sem öðlast má
Við það eitt
Að smeygja gömlum ballskóm á tá

Dagur verður kvöld
Og dansinn dunar
Litla frænkan Öskubuska
Örmagna – svo um munar!
Leggur augun aftur
Á sófaskýi
Og svefninn tekur völd

Stóra frænka
Góða frænka
Hvað er að sjá?
Er dagur þinn að kvöldi kominn?
Ertu horfin okkur frá?

Ég loka augunum
Til að sjá
Þig, svo lifandi í huga mér
Blíða brosið
Augun björtu


Elsku frænka,
Þú snertir okkar hjörtu  
Una Guðlaug Sveinsdóttir
1985 - ...
Samið 29. september 2006.


Ljóð eftir Unu Guðlaugu Sveinsdóttur

Fossinn
(Án titils)
Bið
(Án titils)
Nótt
Mannlegt
Stef
Hér er ég
Bless
Síðdegi
Steyparinn
Mosta
Til þeirra sem málið varðar