Stef
I don’t know you
hljómaði í eyrum stúlkunnar
Eitt augnablik
virtist sem hann væri að tala við hana
En hún var bara ein af mörgum
mörgum stúlkum sem heyrðu þetta
tiltekna lag
Ég þekki þig ekki
Mig langar ekki til þess
söng hann
algjörlega
gjörsamlega
fávís um stúlkuna sem sat
hlustaði
og tók það til sín
 
Una Guðlaug Sveinsdóttir
1985 - ...
Samið 7. ágúst 2005.


Ljóð eftir Unu Guðlaugu Sveinsdóttur

Fossinn
(Án titils)
Bið
(Án titils)
Nótt
Mannlegt
Stef
Hér er ég
Bless
Síðdegi
Steyparinn
Mosta
Til þeirra sem málið varðar