Hér er ég
Leitaðu að mér
því ég er að kalla
Finndu mig
því ég er týnd
Gríptu mig
því ég er að falla
Haltu mér
því ég er þín

Sjáðu mig
sem horft er í gegnum
Hreyfðu við mér
því ósnert er
Dragðu mig fram
ég er hjá veggnum
Gefðu mér pláss
í hjarta þér

Líttu á mig
hér er ég  
Una Guðlaug Sveinsdóttir
1985 - ...
Samið 7. ágúst 2005.


Ljóð eftir Unu Guðlaugu Sveinsdóttur

Fossinn
(Án titils)
Bið
(Án titils)
Nótt
Mannlegt
Stef
Hér er ég
Bless
Síðdegi
Steyparinn
Mosta
Til þeirra sem málið varðar