Bið
Bréf sem byrjaði Elsku pabbi
barst ekki í tæka tíð
eftir svarinu enn ég bíð

Maður í hempu las það í stað hans
ég sat og horfði á
hvar voru tárin þá?

Kista sem seig oní kaldan svörðinn
reif upp í hjarta mér sár
hví komu engin tár?

Svo leið og beið
Ég beið
Svo reið
Uns eina nótt ég fann
tár sem átti hann

Og hann
þann mann
sem enga björg sér fann
ég síðan þá hef grátið marga nótt
af tárum á nú gnótt
Og þó

Spurt hef ég heiminn, spurði svo aftur
hví varð það að vera mitt stríð?
Reið verð um alla tíð
Eftir svarinu enn ég bíð  
Una Guðlaug Sveinsdóttir
1985 - ...
Samið 2004.


Ljóð eftir Unu Guðlaugu Sveinsdóttur

Fossinn
(Án titils)
Bið
(Án titils)
Nótt
Mannlegt
Stef
Hér er ég
Bless
Síðdegi
Steyparinn
Mosta
Til þeirra sem málið varðar