Bless
Þú áttar þig
þegar stundin er liðin
dagurinn
vikan
mánuðurinn

Ómögulegt
að reyna aftur
því í eðli athafnarinnar
er endanleiki hennar fólginn
þar til við sjáumst aftur

Fæstir fá að kveðja oft
Og sumir aldrei

Sjálf er kveðjan hjómið eitt
yfirskin
mótsagnarkennd

Þú finnur ekki til söknuðar
í miðju faðmlagi  
Una Guðlaug Sveinsdóttir
1985 - ...
Samið í ágúst 2005.


Ljóð eftir Unu Guðlaugu Sveinsdóttur

Fossinn
(Án titils)
Bið
(Án titils)
Nótt
Mannlegt
Stef
Hér er ég
Bless
Síðdegi
Steyparinn
Mosta
Til þeirra sem málið varðar