Af því bara
Ég gleypti könguló
því mig langaði að vita hvernig bragðið væri
og ég sökkti rauðlökkuðum nöglunum í fölt hold þitt því mig þyrsti í blóð.
Ég skar mig með rakvélarblaði
því ég saknaði sársaukans
og ég kveikti í húsinu mínu því mig langaði að sjá eld.
Ég lét það berast að ég væri geðbiluð
því mér fannst ég þurfa meiri athygli
og ég handleggsbraut sjálfa mig
því það er svo sætur strákur að vinna á spítalanum.