Af því bara

Ég gleypti könguló
því mig langaði að vita hvernig bragðið væri
og ég sökkti rauðlökkuðum nöglunum í fölt hold þitt því mig þyrsti í blóð.

Ég skar mig með rakvélarblaði
því ég saknaði sársaukans
og ég kveikti í húsinu mínu því mig langaði að sjá eld.

Ég lét það berast að ég væri geðbiluð
því mér fannst ég þurfa meiri athygli
og ég handleggsbraut sjálfa mig
því það er svo sætur strákur að vinna á spítalanum.


 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn