apatemjarinn
flakkandi um borgina
með flugur í augunum
fallega bláan hatt á höfðinu
og tuttugu gula túlípana í farteskinu(nesti)
situr við höfnina
byggir sínar skýjaborgir
og segir frá öpunum sínum sem hann ætlar að fara með til danmerkur, svíþjóðar og asíu,
helst um allan heim,
láta þá sýna listir í hringleikahúsum og mala gull
að kvöldi dags
kemur trallandi heim
gefur kindunum
og svæfir börnin
leggst við hliðina á konunni sinni
og stillir vekjaraklukkuna á sex
fyrir mjaltirnar í fyrramálið
með flugur í augunum
fallega bláan hatt á höfðinu
og tuttugu gula túlípana í farteskinu(nesti)
situr við höfnina
byggir sínar skýjaborgir
og segir frá öpunum sínum sem hann ætlar að fara með til danmerkur, svíþjóðar og asíu,
helst um allan heim,
láta þá sýna listir í hringleikahúsum og mala gull
að kvöldi dags
kemur trallandi heim
gefur kindunum
og svæfir börnin
leggst við hliðina á konunni sinni
og stillir vekjaraklukkuna á sex
fyrir mjaltirnar í fyrramálið