spor í nýjum heimi
einsog tóm úr ókunnugri veröld
en ekki okkar
öðruvísi tóm
öðruvísi

ný heimkynni
annar undrunarsvipur
en sá sem ég á að venjast

eins og bros úr ókunnugri manneskju
en ekki þér
öðruvísi augu
öðruvísi blik
öðruvísi

ný rödd
ný bein
annar líkami en sá sem ég á að venjast


ég greini hjartsláttinn í sjálfri mér betur
ég rétti úr vöðvunum og skoða á mér fingurna
anda að mér hreinu og tæru lofti
hugsa að þetta sé nýi heimurinn
sem ég er fædd inn í

þú brosir
og kinkar til mín kolli






 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn