sól yfir svartfjallalandi

sestu hjá mér
hérna
við fjörusteinana

þar sem sjórinn skolar vitund okkar burt
og skilur eftir sig
ekkert nema ást


vindur sem gnauðar í sumarnóttinni
flöskugrænn demantur í sólskini
blóð sem streymir
hugur sem geymir
engar minningar
og ekkert slæmt
bara ást
og frið

segðu mér eitthvað
sögur
syngdu mér hvað sem er

meðan sólin rennur í hafið
 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn