

sestu hjá mér
hérna
við fjörusteinana
þar sem sjórinn skolar vitund okkar burt
og skilur eftir sig
ekkert nema ást
vindur sem gnauðar í sumarnóttinni
flöskugrænn demantur í sólskini
blóð sem streymir
hugur sem geymir
engar minningar
og ekkert slæmt
bara ást
og frið
segðu mér eitthvað
sögur
syngdu mér hvað sem er
meðan sólin rennur í hafið