Bæn - Þakka þér Guð
Senn flýgur burt með svanhvítum dúfum,
taktu þá Guð við drenginum ljúfum.
Brýst nú út bjarmi við himinboga
Og niðdimm nóttin tekur að loga.
Brátt tekur ljósið inn að flæða;
Daginn að brenna og nóttina bræða.
Með söngnum ég reyni sálina að róa
Og gömul sár, þau taka að gróa.
Ískaldan lófann ég fylli með mínum.
Og uppgefinn þú lokar augunum þínum.
Nálgast nú endinn á örstuttu lífi.
Ómálga barn ég orðin þín þýði:
Ég þakka þér Guð fyrir hið eilífa líf
Frá þjáningum mínum burtu ég svíf
Því drottinn þú tekur deginum við
Og dúnmjúkur andinn gefur mér frið.
taktu þá Guð við drenginum ljúfum.
Brýst nú út bjarmi við himinboga
Og niðdimm nóttin tekur að loga.
Brátt tekur ljósið inn að flæða;
Daginn að brenna og nóttina bræða.
Með söngnum ég reyni sálina að róa
Og gömul sár, þau taka að gróa.
Ískaldan lófann ég fylli með mínum.
Og uppgefinn þú lokar augunum þínum.
Nálgast nú endinn á örstuttu lífi.
Ómálga barn ég orðin þín þýði:
Ég þakka þér Guð fyrir hið eilífa líf
Frá þjáningum mínum burtu ég svíf
Því drottinn þú tekur deginum við
Og dúnmjúkur andinn gefur mér frið.
Hulda Hvönn 30.10.07 og 13.12.08