Draumur
Ég bylti mér í svefni. Mig er að dreyma.

Ég sé vagn dreginn af köttum renna eftir veg snemma vors. Í situr ung kona og bróðir hennar. Þau keyra fram á bónda sem plægir akur sinn og sáir kornum. Unga konan stígur fram úr vagni sínum og blessar akurinn.

,,Veistu hvaða dagur er í dag, kæri bróðir?\" spyr hún fögrum málrómi. ,,Í dag er týsdagur, fyrsti dagur hörpu, fyrsti dagur sumars,\" svarar bróðir hennar þýðum rómi. ,,Við höfum þá verk að vinna og margir bíða blessun okkar en höldum nú upp í Fólksvang og fáum okkur dögurð,\" segir unga konan og stígur upp í vagn sinn. Hún fitlar við falleg men sem liggur um háls hennar en brúkar þá svipuna svo snarkar í og kettirnir halda af stað.

,,Eg sé mjaðjurt og humal,
eg sé gjöf og kaun,
eg heyri grátur,
Vituð ér enn - eða hvað?\"

Kveður gömul kerling og draumurinn verður þokukenndur, murkast út í óskýrt munstur og liti og hverfur að lokum. Ég hrekk upp kósveitt og andstutt og þurka blautt hárið af enninu. Mér finnst eitthvað bærast inní mér.

Vituð ér enn - eða hvað?  
Hulda
1994 - ...
20.1.2009


Ljóð eftir Huldu

Dalurinn
Bæn
Börnin þá og nú
Á fyrri tíðum
Þessar
Manneskjan
Árstíðirnar
Listin
Vá maður, hvað á ég að gera?
Vetrarkvöld
Ljóð
Kisan mín Tanja
Púki
Aðal töffarinn í bænum..
Bolur
Lífið
Lítið og ljótt.
Ástfangin
Vondir menn.
Tökuljóð
Þegar eitt kemur bíða börnin eftir hinu.
Sumar
Myrkrið blekkir
Vertu þinn eigin vinur
Bæn - Þakka þér Guð
Síðasti sumardagur
Kveðjan mín
Líkt og flökkumær
Fjallkonan
Draumur
Réttmælavísur
Tyggjóklessan hennar Heiðrúnar
Rómeó&Júlía
Óðurinn til tímans
Vængjaþytur
Við hvíta móðu
Halelúja
Litla jólarósin
Hafið og eldspítan
Mér þykir það leitt
Óður Höllu til fossbúans
Söknuður
Jón Hreggviðsson hýddur
Ljótir leikir
Fugl í búri
Eitt kertakríli
Draumar