Jón Hreggviðsson hýddur
Á grundu er ég settur
og bakið nakta sýnt.
Nú fundnar böðulshettur
en æðruleysið týnt.

Fyrir fyrstu frillu röðuls
verður skuldin há
og vegna reiði böðuls
skal bakið dýra flá.

Og aðra frillu á röðull
og skuldin er hærri nú,
blóð mitt vill fá böðull
fyrir þá mætu frú.

Feitasta frilla vors herra,
hún skal holdið fá
æ, mér þykir það verra,
því hún þegar nóg af því á.

Það bæði mig hlæir og kvelur
svo hrollur um bakið mitt bert
að þú bakið dýra mitt telur
þriggja dala vert.

Og vandarhöggin þau dynja
svo roðnar böðuls nef
og gestirnir hlæja og stynja
en þó enginn hærra en ég.

Þó berist í dag með blænum
óp mín og svipuþeir
þá bíður mín huggun á bænum,
dúkartar mínir tveir.

Ég hef þá mitt blíðuhót
og myndi fyrir þá í senn
Tuttugu högg í viðbót
og tuttugu við það enn.
 
Hulda
1994 - ...
Röðull=Sól, konungi Dana líkt við sólina.
Dúkartar=gullpeningar, augum dóttur Jóns líkt við tvo gullpeninga.

Mars 2011


Ljóð eftir Huldu

Dalurinn
Bæn
Börnin þá og nú
Á fyrri tíðum
Þessar
Manneskjan
Árstíðirnar
Listin
Vá maður, hvað á ég að gera?
Vetrarkvöld
Ljóð
Kisan mín Tanja
Púki
Aðal töffarinn í bænum..
Bolur
Lífið
Lítið og ljótt.
Ástfangin
Vondir menn.
Tökuljóð
Þegar eitt kemur bíða börnin eftir hinu.
Sumar
Myrkrið blekkir
Vertu þinn eigin vinur
Bæn - Þakka þér Guð
Síðasti sumardagur
Kveðjan mín
Líkt og flökkumær
Fjallkonan
Draumur
Réttmælavísur
Tyggjóklessan hennar Heiðrúnar
Rómeó&Júlía
Óðurinn til tímans
Vængjaþytur
Við hvíta móðu
Halelúja
Litla jólarósin
Hafið og eldspítan
Mér þykir það leitt
Óður Höllu til fossbúans
Söknuður
Jón Hreggviðsson hýddur
Ljótir leikir
Fugl í búri
Eitt kertakríli
Draumar