Bæn - Þakka þér Guð
Senn flýgur burt með svanhvítum dúfum,
taktu þá Guð við drenginum ljúfum.
Brýst nú út bjarmi við himinboga
Og niðdimm nóttin tekur að loga.

Brátt tekur ljósið inn að flæða;
Daginn að brenna og nóttina bræða.
Með söngnum ég reyni sálina að róa
Og gömul sár, þau taka að gróa.

Ískaldan lófann ég fylli með mínum.
Og uppgefinn þú lokar augunum þínum.
Nálgast nú endinn á örstuttu lífi.
Ómálga barn ég orðin þín þýði:

Ég þakka þér Guð fyrir hið eilífa líf
Frá þjáningum mínum burtu ég svíf
Því drottinn þú tekur deginum við
Og dúnmjúkur andinn gefur mér frið.
 
Hulda
1994 - ...
Hulda Hvönn 30.10.07 og 13.12.08


Ljóð eftir Huldu

Dalurinn
Bæn
Börnin þá og nú
Á fyrri tíðum
Þessar
Manneskjan
Árstíðirnar
Listin
Vá maður, hvað á ég að gera?
Vetrarkvöld
Ljóð
Kisan mín Tanja
Púki
Aðal töffarinn í bænum..
Bolur
Lífið
Lítið og ljótt.
Ástfangin
Vondir menn.
Tökuljóð
Þegar eitt kemur bíða börnin eftir hinu.
Sumar
Myrkrið blekkir
Vertu þinn eigin vinur
Bæn - Þakka þér Guð
Síðasti sumardagur
Kveðjan mín
Líkt og flökkumær
Fjallkonan
Draumur
Réttmælavísur
Tyggjóklessan hennar Heiðrúnar
Rómeó&Júlía
Óðurinn til tímans
Vængjaþytur
Við hvíta móðu
Halelúja
Litla jólarósin
Hafið og eldspítan
Mér þykir það leitt
Óður Höllu til fossbúans
Söknuður
Jón Hreggviðsson hýddur
Ljótir leikir
Fugl í búri
Eitt kertakríli
Draumar