Litla jólarósin
Litla jólarósin

Það var eitt sinn ein jólarós,
eitt ár er að jólum hné,
sem átti sér þá jólaósk
að verða jólatré.

En jólarósin í hljóði grét
því hún hafði aldrei séð
sinni stuttu ævi á
nokkurt jólatré.

Sjaldheyrð er nú á dögum
svo einlæg og góðhjörtuð þrá
en Drottinn gleymir engum sálum
þó svo að sálin sé smá.

Því sá hún seint á aðfangadegi,
innan um pakka og skraut,
tignarleg jólatré rétt hjá henni
og höfði af lotningu laut.

En út var napurt og mikil hríð
og gluggakistan köld,
því sveimaði lítið blómalíf
sinn veg til Guðs þetta kvöld.

Svo jólatréð með öll sín ljós
gaf, rétt fyrir náðarblund,
lítilli, visnandi jólarós
litla hamingjustund.
 
Hulda
1994 - ...
03.11.2009
Samið fyrir Rauðakross Íslands.


Ljóð eftir Huldu

Dalurinn
Bæn
Börnin þá og nú
Á fyrri tíðum
Þessar
Manneskjan
Árstíðirnar
Listin
Vá maður, hvað á ég að gera?
Vetrarkvöld
Ljóð
Kisan mín Tanja
Púki
Aðal töffarinn í bænum..
Bolur
Lífið
Lítið og ljótt.
Ástfangin
Vondir menn.
Tökuljóð
Þegar eitt kemur bíða börnin eftir hinu.
Sumar
Myrkrið blekkir
Vertu þinn eigin vinur
Bæn - Þakka þér Guð
Síðasti sumardagur
Kveðjan mín
Líkt og flökkumær
Fjallkonan
Draumur
Réttmælavísur
Tyggjóklessan hennar Heiðrúnar
Rómeó&Júlía
Óðurinn til tímans
Vængjaþytur
Við hvíta móðu
Halelúja
Litla jólarósin
Hafið og eldspítan
Mér þykir það leitt
Óður Höllu til fossbúans
Söknuður
Jón Hreggviðsson hýddur
Ljótir leikir
Fugl í búri
Eitt kertakríli
Draumar