Draumar
Yfir veröld víða
svífur draumafjöld
gegnum götur þröngar
inn í huga manna.

En hvað skyldi gerast
ef einn einmana draumur týnist?
Hugsun að engu verður,
leikur ei um vangann.

Hvað kemur fyrir þá drauma
sem afvegaleiddir eru?
Einir og engum góðir,
tilgang sinn aldrei finna?

Eru þeir þá draumar
ef þeir skapa engin undur
og andköf engin eru,
ef vitundin aldrei þá finnur?

Hvað verður um þá drauma?
Renna þeir út og deyja?
Súrna þeir og sýkjast?
Dofna þeir og hverfa?

Sá draumur sem aldrei finnur
í huga einhvers bólstað
og sjónum lifandi virðist,
var hann þá nokkuð draumur?
 
Hulda
1994 - ...
15. desember 2013 - Þjóðarbókhlaðan


Ljóð eftir Huldu

Dalurinn
Bæn
Börnin þá og nú
Á fyrri tíðum
Þessar
Manneskjan
Árstíðirnar
Listin
Vá maður, hvað á ég að gera?
Vetrarkvöld
Ljóð
Kisan mín Tanja
Púki
Aðal töffarinn í bænum..
Bolur
Lífið
Lítið og ljótt.
Ástfangin
Vondir menn.
Tökuljóð
Þegar eitt kemur bíða börnin eftir hinu.
Sumar
Myrkrið blekkir
Vertu þinn eigin vinur
Bæn - Þakka þér Guð
Síðasti sumardagur
Kveðjan mín
Líkt og flökkumær
Fjallkonan
Draumur
Réttmælavísur
Tyggjóklessan hennar Heiðrúnar
Rómeó&Júlía
Óðurinn til tímans
Vængjaþytur
Við hvíta móðu
Halelúja
Litla jólarósin
Hafið og eldspítan
Mér þykir það leitt
Óður Höllu til fossbúans
Söknuður
Jón Hreggviðsson hýddur
Ljótir leikir
Fugl í búri
Eitt kertakríli
Draumar