mynd handa þér

ég málaði handa þér mynd

á gangstéttina fyrir utan bláa fallega húsið þar sem þú býrð
(það er hvít róla á pallinum og há ösp í garðinum)

og myndin var af gulri sól og stelpu í kjól með fallegt bros og rautt hár eins og þú

nema þú brosir aldrei og þess vegna gerði ég mér ferð til þín, til þess að gera þessa mynd svo þú myndir kannski brosa aðeins

og ég veit ekki hvort það var ímyndun
en þegar ég leit í átt að húsinu
fannst mér þú brosa soldið
á bak við gluggatjöldin

 
Jóna Kristjana
1993 - ...


Ljóð eftir Jónu Kristjönu

nótt
svartaþoka
Berlín
gleymdur maður
flamingóinn í kirkistan
Spilliverk
Af því bara
apatemjarinn
örsaga um ástina
spor í nýjum heimi
sól yfir svartfjallalandi
ferðalag til tunglsins
útí á jólanótt
fullkomin hrekkjavaka
kvöld mávanna
sólarkaffi
ljóð handa fallegu stelpunni
mynd handa þér
út í bláinn