Halla
Þó að líði ár og öld
munum við ekki gleyma,
stundum bakvið gluggatjöld
og minningarnar streyma.
Í íslenskutíma mættum við
þóttumst mikið vita.
En Halla kom og bætti við
í viskubrunna og vita.
Skrifar allt á töfluna,
yfirstrikar vel.
Í samheitum og orðskrúðri,
klára ég Höllu tel.
Þótt við fylgjumst lítið með,
og lærum ekki heima.
Munum við Höllu, með sitt jafnaðargeð
aldeilis ekki gleyma.
Þökk sé Höllu, þekkjum við
skáldkonur, ljóð og prósa,
bragarhætti að íslenskum sið,
fyrir það viljum við henni hrósa!
13.04.05