Óttást
Óvissan ógnar og ástleysið nagar
óttinn svo sterkur og kvíði í bland.
Dökkir þeir draumar og myrkvaðir dagar
sem dynja á sálinni og sigla í strand.

Hífi upp seglin og kemst nú á skrið
þó siglan og skrokkurinn bogni.
Þokunni léttir og lokið er bið
eftir landfestu, þíðu og logni.

Fast undir fæti og leiðin var greið
að farsælum örlögum mínum.
Ég hitti þig ástin, hve lengi ég beið
eftir hamingju og hlýleika þínum.

SiKri  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju