Ástin MÍN
Ef ég kynni að mála mynd af þér
yrði hún litrík og umvafin blómum og fiðrildum
með regnboga.
Ef ég kynni að meta þig
myndi ég ekki reyna að breyta þér og stýra
með ábendingum.
Ef ég kynni að syngja ástasöngva
myndi ég kyrja við kertaljós og kavíar
við undirspil.
Ef ég kynni að virða þig
myndi ég ekki svekkja þig og særa
með orðum.
Ef ég kynni að njóta þín
myndi ég bera mig og leggjast
með þér.
Ef ég kynni að gefa þér
myndi ég kaupa kerti og konfekt
með kremi.
Ef ég kann að elska þig
mun ég semja ljóð um blóm og fiðrildi
með ánægju.

SiKri  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju