

Hvert einasta eitt
tár á brjósti þínu
þerra ég með tungu minni
og finn svíðandi söknuð
í bragðsterkri minningu.
Hver einasta ein
snerting mín við hörund þitt,
hvert einasta eitt
augnablik með þér
er greypt í lófa minn.
Ég hef þig í hönd og hjarta
en kasta á bálið og græt.
Dreifi öskunni í ána
sem rennur köld á haf út.
Ræ til veiða og fanga fisk,
Gullfisk, með ösku á tungunni.
SiKri
tár á brjósti þínu
þerra ég með tungu minni
og finn svíðandi söknuð
í bragðsterkri minningu.
Hver einasta ein
snerting mín við hörund þitt,
hvert einasta eitt
augnablik með þér
er greypt í lófa minn.
Ég hef þig í hönd og hjarta
en kasta á bálið og græt.
Dreifi öskunni í ána
sem rennur köld á haf út.
Ræ til veiða og fanga fisk,
Gullfisk, með ösku á tungunni.
SiKri