Draumar
Ég kem til þín í svefni með hlýjum andvara
sem bræðir leið mína að köldum vanga þínum.
Blóðheitur draumur minn fléttar sig um hugsanir þínar
og fortíðin fölnar og deyr.

Ég kem til þín sem lauf í vindi,
tylli mér á barm þinn
og mjúk snertingin kyssir biturð þína.
Stormar liðinna stunda hljóðna
og nútíðin vaknar af dvala sínum.

Ég kem til þín og snerti skaut þitt.
Blik augna þinna speglast í sálu minni
og framtíðin kveikir líf að morgni.

SiKri  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju