Endurnýjun
Ég sit við tré mitt,
horfi upp í krónu þess og nýt sumarsins
með flögrandi fuglum og hlýjum vindum.
Þétt laufið veitir mér skjól glærum úða himinsins
sem nærir kröftugar ræturnar.
Í svala haustsins stend ég við tré mitt
og horfi á hrjúfan börkinn og tóm hreiður.
Laufin svífa föl í frosna jörð
og kveðja naktar greinarnar.
Í vetur snjóaði í sár bolsins.
Ómur höggsins særði viðkvæmar ræturnar
sem eitt sinn nærðu mig.
Ég sáði í vor og bíð nú sólargeislanna.
SiKri
horfi upp í krónu þess og nýt sumarsins
með flögrandi fuglum og hlýjum vindum.
Þétt laufið veitir mér skjól glærum úða himinsins
sem nærir kröftugar ræturnar.
Í svala haustsins stend ég við tré mitt
og horfi á hrjúfan börkinn og tóm hreiður.
Laufin svífa föl í frosna jörð
og kveðja naktar greinarnar.
Í vetur snjóaði í sár bolsins.
Ómur höggsins særði viðkvæmar ræturnar
sem eitt sinn nærðu mig.
Ég sáði í vor og bíð nú sólargeislanna.
SiKri