

Í grænu skýli bíð ég heimferðar
en staldra við í skýjatoppum æskuhimins
sem sýna margbreytilegar myndir þess tíma fyrirsjóna breyta lögun í vindáttum stundarinnar.
Tærar tjarnir gárast við minningu liðinna stunda
og barnsleg sálin fylgir fullþroska hjúp sínum
úr skjólinu græna...
... vagninn er kominn!
SiKri
en staldra við í skýjatoppum æskuhimins
sem sýna margbreytilegar myndir þess tíma fyrirsjóna breyta lögun í vindáttum stundarinnar.
Tærar tjarnir gárast við minningu liðinna stunda
og barnsleg sálin fylgir fullþroska hjúp sínum
úr skjólinu græna...
... vagninn er kominn!
SiKri