

Í víðáttu svefnsins
lætur flatmagandi fiðla vel í eyrum
vætir vanga og snertir strengi
Takturinn tryllist
þegar svefnbrúin brestur
og rífandi þögn tómsins
tónar myrkum hljómum
í bergmáli kaldra kletta.
Sproti fellur úr hendi,
vangadansinum lýkur
og stjórnandinn vaknar
í faðmlögum fiðlunnar.
SiKri
lætur flatmagandi fiðla vel í eyrum
vætir vanga og snertir strengi
Takturinn tryllist
þegar svefnbrúin brestur
og rífandi þögn tómsins
tónar myrkum hljómum
í bergmáli kaldra kletta.
Sproti fellur úr hendi,
vangadansinum lýkur
og stjórnandinn vaknar
í faðmlögum fiðlunnar.
SiKri