

Áfram áfram, nú liggur á
í strætóinn ég verð að ná.
Á hlaupum mínum við skóinn festist,
pikkfást á sólann klesstist
tyggjó klessan sem Heiðrún samdi um hér forðum,
sú sem festist undir nemendaborðum.
Ég reif hana af og í ruslið henti
en missti marks og á götunni hún lenti.
Í strætóskýlið ég loks komst og beið og beið
en komst að því að strætó var löngu kominn sína leið.
í strætóinn ég verð að ná.
Á hlaupum mínum við skóinn festist,
pikkfást á sólann klesstist
tyggjó klessan sem Heiðrún samdi um hér forðum,
sú sem festist undir nemendaborðum.
Ég reif hana af og í ruslið henti
en missti marks og á götunni hún lenti.
Í strætóskýlið ég loks komst og beið og beið
en komst að því að strætó var löngu kominn sína leið.