Opnun
Líf mitt er lokað í litlausum ramma
sálin er löskuð og þungt er að þramma
þröngstigu lífsins og veginn þann rétta
án þess að villast hrasa og detta.
En upp skal ég standa og seilast til vopna
brjóta mér leið og sál mína opna
bjóða þér faðminn og hvísla til þín
leggðu þinn lófa í litflæði mín.
Blöndum þar blóði
og sverjum í hljóði
þá hollust´og tryggð
sem ást er á byggð.
sálin er löskuð og þungt er að þramma
þröngstigu lífsins og veginn þann rétta
án þess að villast hrasa og detta.
En upp skal ég standa og seilast til vopna
brjóta mér leið og sál mína opna
bjóða þér faðminn og hvísla til þín
leggðu þinn lófa í litflæði mín.
Blöndum þar blóði
og sverjum í hljóði
þá hollust´og tryggð
sem ást er á byggð.