Mynd Guðs
Ég teiknaði Guð á hvítt blað í gær.
Notaði blýant úr gamla smíðavestinu mínu.
Þurfti að tálga hann vel áður.
Strokaði líka mikið út og byrjaði frá grunni aftur og aftur. Ég náði ekki myndinni af Guði á blað
þrátt fyrir að ég sjái hann fyrir mér.
Sumir segja að hann sé inni hverjum og einum.
Ég þarf því hugsanlega að ná honum út úr mér
til að hafa fyrirmynd.
Eflaust væri betra að nota vatnsliti?
Gæti líka teiknað hann í tölvu.
En best að sjá hann bara fyrir sér í huganum.
Og segja frá því.  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju